Umferðarslys
Bótaréttur tjónþola á hendur tryggingafélögum vegna líkamstjóns í umferðarslysum er mjög ríkur.
Ökumaður, farþegar, sem og aðrir sem verða fyrir líkamstjóni í bílslysi eiga að jafnaði rétt á slysabótum jafnvel þótt annað kunni að gilda um tjón á bifreiðinni sjálfri.
Þá er það útbreiddur misskilningur að ökumaður bifreiðar sem er í órétti eigi ekki rétt á bótum vegna líkamstjóns sem hann verður fyrir.
Þá er vert að minnast á það að ef bíl er ekið á hjólandi eða gangandi vegfaranda er bótaréttur viðkomandi hinn sami og farþega í ökutæki sem verður fyrir slysi.