sjóslys

Sjóslys

Mikilvægt er að þeir sjómenn sem verða fyrir líkamstjóni við sjómannsstörf kanni rétt sinn til bóta.

Sjómenn eru „kaskótryggðir“ við störf sín á sjó og fá greiddar fullar bætur fyrir líkamstjón sem þeir verða fyrir við vinnuslys, óháð því hver aðdragandi slyss kann að vera. Sjómenn þurfa þar af leiðandi ekki að sýna fram á að slysið megi rekja til atvika sem vinnuveitandi ber ábyrgð á, t.d. að aðbúnaður hafi ekki verið í lagi, tæki hafi verið biluð eða gölluð eða vegna mistaka annarra starfsmanna. Sjómaður sem verður fyrir slysi við störf sín á sjó getur þannig átt bótarétt þrátt fyrir að hafa ollið slysinu sjálfur.