önnur slys og slysabætur

Annað

Íþróttaslys gerast því miður alltof oft og oft á tíðum veit iðkandi ekki að hann getur átt rétt á bótum vegna afleiðinga slyssins. Þær tryggingar sem koma þá til skoðunar eru t.d. trygging hjá því íþróttafélagi sem viðkomandi æfir með, slysatrygging hjá Sjúkratryggingum Íslands og almenn slysatrygging viðkomandi. Hjá Sjúkratryggingum Íslands eru það íþróttafólk sem orðið er 16 ára og tekur þátt í íþróttaiðkunum og slasast við æfingar, sýningar eða keppni. Ef íþróttafólk er yngri en 16 ára getur komið til skoðunar trygging sveitarfélags. Dæmi um íþróttaslys eru tækling í knattspyrnu, höfuðáverki eftir samstuð eða skot í höfuð o.s.frv.

Ef einstaklingur hefur orðið fyrir líkamsárás getum við einnig aðstoðað með innheimtu bóta.

Læknamistök/Sjúklingatryggingaratburður - Ef þú hefur orðið fyrir tjóni vegna rannsóknar eða meðferðar á sjúkrahúsi, heilsugæslu eða heilbrigðisstofnun máttu endilega hafa samband og við könnum hvort við getum aðstoðað þig með málið.