Slysabætur

Umferðarslys

Bótaréttur tjónþola á hendur tryggingafélögum vegna líkamstjóns í umferðarslysum er mjög ríkur.

Það er útbreiddur misskilningur að ökumaður bifreiðar sem er í órétti eigi ekki rétt á slysabótum vegna líkamstjóns sem hann verður fyrir.

Ökumaður, farþegar, sem og aðrir sem verða fyrir líkamstjóni í bílslysi eiga að jafnaði rétt á slysabótum jafnvel þótt annað kunni að gilda um tjón á bifreiðinni sjálfri.

Vinnuslys

Samkvæmt kjarasamningum ber vinnuveitanda að slysatryggja starfsmenn sína vegna vinnuslysa. Tildrög vinnuslyss hefur ekki áhrif á rétt starfsmanns til bóta úr slysatryggingu launþega.

Jafnframt getur vinnuveitandi borið skaðabótaábyrgð á afleiðingum vinnuslyss ef slys má rekja til saknæmrar eða ólögmætrar háttsemi vinnuveitanda eða starfsmanna á hans vegum, s.s. ef annar starfsmaður vinnuveitanda veldur slysinu, ef öryggisbúnaði er ábótavant o.s.frv.

Sjómenn eru “kaskótryggðir” við störf sín á sjó og fá greiddar bætur eftir skaðabótalögum fyrir líkamstjón sem þeir verða fyrir við vinnuslys.

Frítímaslys

Hér er um samningsbundna tryggingu að ræða. Máli skiptir hvort tjónþoli hefur slysatryggt sig sérstaklega vegna tjóns sem hann gæti orðið fyrir í frítíma. Slíkar tryggingar eru oft innifaldar í svokölluðum fjölskyldutryggingum/heimilistryggingum og í almennum slysatryggingum.

Jafnvel kann tjónþoli að eiga rétt úr slysatryggingu launþega á grundvelli kjarasamninga, enda þótt slys verði í frítíma.

Þá kann einhver annar en tjónþoli að bera ábyrgð á tjóninu að hluta eða öllu leyti og kann tjónþoli því að eiga bótakröfu á hendur tryggingafélagi þess aðila.

Innheimta bóta

Það er mikilvægt að fá réttar ráðleggingar um bótarétt sinn verði maður fyrir líkamstjóni.

Þegar um umferðarslys er að ræða er tjónþoli í flestum tilfellum tryggður og á rétt á bótum og skiptir þá ekki máli hvort ökumaður bifreiðar hafi verið í rétti eða órétti.

Þegar um vinnuslys er að ræða þá er vinnuveitendum skylt að tryggja starfsmenn sína vegna slysa sem þeir verða fyrir í starfi.

Þegar um frítímaslys er að ræða þá skiptir máli hvaða trygging var til staðar á slysdegi.

Miklu skiptir að sérfræðingar annist hagsmuni þess sem fyrir slysi verður enda kann ágreiningur m.a. að verða um bótaskyldu, fjárhæð bóta o.s.frv.

Sendu á okkur línu

This site is protected by reCAPTCHA and the Google
Privacy Policy and
Terms of Service apply.

TORT EHF.

Ármúli 13, 2. hæð
108 Reykjavík, Ísland
Símanúmer: +354 511-5008
Fax: 562-2150
Kennitala: 550307-0300

Opnunartími:

Mánudagur – Föstudagur
09:00 – 16:00
*LOKAÐ frá 12:00 – 13:00

Símatími:

09:00 – 16:00
*LOKAÐ frá 12:00 – 13:00