Persónuverndarstefna TORT ehf.

Við meðferð slysamáls fer fram vinnsla persónuupplýsinga. Þær persónuupplýsingar sem unnið er með eru meðal annars upplýsingar með tilvísun í auðkenni auk annars konar persónuupplýsinga svo sem upplýsingar um starf, stéttarfélag og heilsufar. Við virðum rétt þinn til friðhelgi einkalífs og tryggjum að öll meðferð persónuupplýsinga sé ávallt í samræmi við ákvæði gildandi laga um persónuvernd og meðferð persónuupplýsinga. Tilgangur með vinnslu persónuupplýsinga er að gæta hagsmuna þinna vegna málsins. Við þá hagsmunagæslu getur verið þörf á því að deila persónuupplýsingum um þig. Móttakendur geta til dæmis verið tryggingafélög, matsmenn, opinberar stofnanir, heilbrigðisstofnanir og meðferðaraðilar. Með undirritun umboðs til lögmannsstofunnar gefur þú samþykki þitt fyrir vinnslu persónuupplýsinga. Þú hefur rétt á að óska eftir að fá gögn um þig afhent hvenær sem er. Þá átt þú ávallt rétt á því að fá rangar, villandi eða ófullkomnar persónuupplýsingar um þig leiðréttar sem og að takmarka og andmæla vinnslu persónuupplýsinga. Við geymum persónuupplýsingarnar þínar í þann tíma sem er nauðsynlegur til að uppfylla markmið með tilgangi vinnslunnar. Þú átt þó alltaf rétt á því að biðja um að gögnunum þínum verði eytt. Þér er heimilt að draga umboð þitt til baka hvenær sem er og fá gögn um þig flutt á annan ábyrgðaraðila ef þess er óskað. Um þóknun lögmannsstofunnar í þeim tilvikum fer samkvæmt gjaldskrá Tort ehf.
Vakin er athygli á því að þú hefur ávallt rétt á að beina fyrirspurnum á persónuverndarfulltrúa lögmannsstofunnar, Ingibjörgu Pálmadóttur hdl., ingibjorg@tort.is.