Greiðir bætur vegna slyss hjá Ribsafari

Skjólstæðingi TORT lögmannsstofu var með dómi héraðsdóms dæmdar bætur vegna áverka sem hann hlaut á baki í Ribsafari. Tekist var á um hvort slysið væri bótaskylt úr ábyrgðartryggingu fyrirtækisins sem bauð upp á siglinguna. Starfsmenn fyrirtækisins þóttu hafa sýnt af sér bótaskylda háttsemi með því að hafa ekki beinlínis varaðir við því að hættulegt væri að sitja. Dómurinn komst að þeirri niðurstöðu að starfsmönnum Ribsafari hafi verið ljóst að hætta á bakmeiðslum hafi verið mest fyrir þá sem sátu í fremstu sætum bátsins þar sem búast mátti við mestum höggum ef báturinn skylli niður. Starfsmönnum fyrirtækisins hafi því átt að vera ljóst, við þær aðstæður sem voru uppi, að sérlega varhugavert hafi verið að sitja í fremstu sætum bátsins, jafnvel þótt fyllstu aðgæslu væri sinnt við keyrslu hans. Þótt farþegar hafi fengið um það leiðbeiningar að sitja ekki í þar til gerðum sætum heldur standa uppréttir, eða með bogna fætur, hafi ekki verið gerð skýlaus krafa um þetta eða farþegarnir beinlínis varaðir við því að hættulegt væri að sitja í sætunum. Þetta verði að meta starfsmönnum Ribsafari til sakar. Því var réttur slasaða til bóta og lögmannsþóknunar viðurkenndur.

Nánar er unnt að lesa um málið á domstolar.is:

https://www.domstolar.is/heradsdomstolar/reykjavik/domar/domur/?id=4486cacf-eac7-44db-a415-5ffb51643916