Geitungur veldur slysi á vinnustað

Hreingerningarfyrirtæki var í gær dæmt til að greiða konu bætur vegna líkamstjóns sem hún varð fyrir á vinnustað sínum, á Grundartanga, í maí 2012. Slysið varð þegar geitungur kom fljúgandi að konunni, henni brá og hún snéri sér snöggt undan og féll við það um poka með þvotti sem var í gangveginum. Hlaut hún áverka á báðum olnbogum sem leiddi til 15% varanlegrar örorku. Tjón konunnar mátti rekja til verkferla starfsmanna, að stafla pokunum á gangveg, sem hafi falið í sér augljósa hættu. Stöðlum og fyrirmælum Vinnueftirlits ríkisins sem varða aðbúnað til útgöngu, sem eigi ávallt að vera greiðfærir og hindrunarlausir, ekki verið fylgt. Vinnuveitanda hafi borið að tryggja öryggi á vinnustað sínum og að sú vanræksla hafi valdið umræddu slysi.

Nánar er unnt að lesa um málið á domstolar.is:

https://domstolar.is/default.aspx?pageid=347c3bb1-8926-11e5-80c6-005056bc6a40&id=e0402e93-bc75-45b2-851c-dc122e6d8748