Nýir starfsmenn hjá TORT

Við hjá TORT erum ánægð að tilkynna ykkur að í sumar gengu til liðs við okkur tveir nýir starfsmenn þær Silja Stefánsdóttir og Tinna Þorradóttir. Silja starfar sem lögfræðingur hjá okkur. Hún útskrifaðist með meistaragráðu í lögfræði frá lagadeild Háskólans í Reykjavík árið 2016. Silja starfaði áður hjá Juris lögmannsstofu frá 2016 og 2017 og …

Viðurkenndur réttur tjónþola úr ábyrgðartryggingu vinnuveitanda vegna líkamstjóns sem hann hlaut í vinnuslysi þegar hann féll niður um lúguop

Þann 18. september sl. féll dómur í Landsrétti í máli sem Stefán Geir Þórisson lögmaður einn eigenda Tort rak fyrir tjónþolann. Málavextir eru þeir að skjólstæðingur Stefáns slasaðist alvarlega í vinnuslysi þegar hann féll niður um lúguop á togdekki skips og niður á dekk þar fyrir neðan. Ágreiningur málsins laut að því hvort vinnuveitandi bæri …

Öryrki á rétt á dagpeningum úr slysatryggingu

Þann 25. ágúst sl. féll úrskurður hjá Úrskurðarnefnd vátryggingamála máli sem Helgi Birgisson lögmaður hjá TORT rak á hendur tryggingafélagi um bótarétt úr slysatryggingu. Skjólstæðingur lögmannsstofunnar hafði slasast í frítíma og var metin til 25% örorku og tímabundið 100% óvinnufær í 6 mánuði. Tryggingafélagið greiddi örorkubætur en hafnaði því að slasaða ætti rétt til dagpeninga …

Nóg að tryggingafélagi berist vitneskja um slys

Fyrir skömmu féll dómur í Héraðsdómi Reykjavíkur í slysamáli sem Helgi Birgisson lögmaður hjá TORT rak fyrir skjólstæðing lögmannsstofunnar á hendur tryggingafélagi. Aðila greindi á um hvort slasaða hefði glatað rétti til bóta úr slysatryggingu launþega, sem vinnuveitandi hennar var með hjá tryggingafélaginu, þar sem tilkynning hefði ekki borist innan árs frests samkvæmt lögum um …

Fallist á árslaunaviðmið skjólstæðings TORT

Í dag gekk dómur Héraðsdóms Reykjavíkur í máli sem Ólafur Örn Svansson lögmaður hjá TORT flutti fyrir skjólstæðing TORT gegn Sjóvá-Almennum tryggingum vegna afleiðinga vélsleðaslyss. Við uppgjör bóta var deilt um hvaða tekjuviðmiðun ætti að nota við útreikning bóta vegna varanlegrar örorku. Tryggingafélagið vildi taka mið af árslaunum síðustu þriggja almanaksára fyrir slysdag í samræmi …

Við útreikning á lágmarkslaunum skal miða við aldur tjónþola á tjónsdegi

Í dag féll úrskurður úrskurðarnefndar velferðarmála í máli skjólstæðings TORT. Sjúkratryggingar Íslands (SÍ) höfðu gert upp bætur til handa skjólstæðingi TORT vegna sjúklingatryggingaratviks, þ.m.t. vegna varanlegrar örorku. Við útreikning á bótum vegna varanlegrar örorku skv. 3. mgr. 7. gr. skaðabótalaga höfðu SÍ tekið mið af aldri tjónþola á svokölluðum stöðugleikatímapunkti. Lögmannsstofan gat ekki fallist á …